Áhrif undirbúningstíma á fagmennsku leikskólakennara og gæði leikskólastarfs

Netla(2022)

引用 0|浏览0
暂无评分
摘要
Tími sem ætlaður er leikskólakennurum til undirbúnings starfsins var lengdur töluvert frá því sem áður var í kjarasamningum árið 2020. Í þessari grein er sagt frá rannsókn sem gerð var í átta leikskólum á Íslandi með það að markmiði að varpa ljósi á skipulag og framkvæmd undirbúningstíma leikskólakennara. Tilgangurinn var að skoða áhrif aukins undirbúningstíma á fagmennsku leikskólakennara og gæði leikskólastarfs. Leitað var svara við hvernig fyrirkomulagi undirbúningstíma er háttað og hver er forgangsröðun þeirra verkefna sem unnin eru. Er greinin hluti af stærra rannsóknarverkefni sem unnið er innan Rannsóknarstofu um menntunarfræði ungra barna. Tekin voru viðtöl víðs vegar um landið við leikskólastjóra, deildarstjóra og leikskólakennara, samtals 24 viðmælendur. Voru þeir beðnir um að lýsa þeim aðstæðum sem undirbúningstíminn fer fram í, á hvaða tíma dagsins og hvernig verkefnum er forgangsraðað. Niðurstöður sýndu að almenn ánægja var með aukningu á tíma til að undirbúa starfið. Undirbúningstími var yfirleitt nýttur utan deildar og voru verkefnin oftast unnin í tölvu. Forgangsröðun verkefna tók mið af áætlanagerð og árstíðabundnum verkefnum. Allur gangur var á því hvenær dags undirbúningsvinna fór fram. Lýstu margir viðmælenda áhyggjum yfir mikilli fjarveru kennara af deildum. Mikill munur reyndist vera á þeim heildartíma sem leikskólar hafa til undirbúnings starfsins eftir því hve margir leikskólakennarar voru starfandi í leikskólanum. Skiptar skoðanir voru meðal viðmælenda um á hvaða forsendum úthluta ætti undirbúningstíma til leikskóla. Sú aðferð sem notuð er til úthlutunar undirbúningstíma hefur falið í sér ójöfnuð, sem með fleiri tímum hefur aukist enn frekar. Sá ójöfnuður hlýtur óhjákvæmilega að koma niður á gæðum starfs í leikskólunum, þar með leik, umönnun og námi barna.
更多
查看译文
AI 理解论文
溯源树
样例
生成溯源树,研究论文发展脉络
Chat Paper
正在生成论文摘要