Chrome Extension
WeChat Mini Program
Use on ChatGLM

Andleg líðan unglinga í 10. bekk: Niðurstöður úr fyrirlögn Short Warwick–Edinburgh Mental Well-Being kvarðans

Netla(2022)

Cited 0|Views7
No score
Abstract
Mikilvægi andlegrar heilsu og vellíðanar meðal unglinga hefur verið sífellt meira áberandi í umræðunni. Í alþjóðlegu rannsókninni Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC), sem er sú stærsta á sviði heilsu og líðanar unglinga, er andleg líðan mæld með ýmsum hætti. Vaxandi áhyggjur af hrakandi andlegri líðan hefur hins vegar hvatt til frekari og ítarlegri mælinga á þessum þáttum. Í síðustu fyrirlögn HBSC var styttri útgáfu af Warwick–Edinburgh spurningalistanum (Short Warwick–Edinburgh Mental Well-Being Scale - SWEMWBS) bætt við á öllum Norðurlöndunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta aðgreiniréttmæti SWEMWBS samanborið við aðrar breytur HBSC-listans og að bera niðurstöðurnar saman við útkomu meðal eldri Íslendinga. SWEMWBS inniheldur sjö atriði sem eru orðuð með jákvæðum hætti og beinast að jákvæðum þáttum. Mælitækið hefur reynst áreiðanlegt í ítrekuðum fyrirlögnum og í þessari rannsókn var Cronbach’s alfa 0,90. Alls svöruðu 2.245 nemendur í 10. bekk spurningalista rannsóknarinnar þegar hún var lögð fyrir veturinn 2017–2018. Af þeim voru 1.1084 strákar (48,4%), 1.111 stelpur (49,5%) og 48 (2,1%) sem skilgreindu kyn sitt sem „Annað“. Meðalskor á SWEMWBS fyrir alla 10. bekkinga sem tóku þátt í rannsókninni var 24,8. Meðaltal fyrir stráka var 25,7 og 24,2 fyrir stelpur en 19,8 fyrir þá sem skilgreindu kyn sitt með öðrum hætti. Bakgrunnsbreytur eins og fjárhagsstaða fjölskyldu, fæðingarland og tengsl við fjölskyldu, skóla og vini, höfðu allar áhrif á dreifing skora á SWEMWBS. Sterk fylgni reyndist á milli bæði heildarskors á SWEMWBS og einstakra atriða annars vegar, og þeirra breyta sem áður höfðu verið notaðar til að meta líðan í HBSC-rannsókninni eins og Cantril-sjónhendingarkvarðans, mati á eigin heilsu og HBSC Symptom Checklist. Það var þó augljóst að SWEMWBS mældi ekki nákvæmlega sömu þætti og þær breytur sem áður höfðu verið notaðar. SWEMWBS er því fýsilegur kostur við mat á andlegri líðan ungs fólks.
More
Translated text
Key words
warwick–edinburgh,well-being
AI Read Science
Must-Reading Tree
Example
Generate MRT to find the research sequence of this paper
Chat Paper
Summary is being generated by the instructions you defined